Kyrrlát einkavinavæðing

Punktar

Fáir fjölmiðlar hafa fattað, að ríkisstjórnin stefnir að mestu einkavinavæðingu sögunnar. Hún hyggst einkavinavæða bankana og bara skilja eftir hjá ríkinu 30% af Landsbankanum. Þetta á að gerast í áföngum á kjörtímabilinu. Arion verður fyrstur fyrir lok þessa árs. Hvergi kemur fram, að fyrst þurfi að siðvæða bankana, áður en þeir verða afhentir fjáraflabófum landsins. Hvergi kemur fram, að greina verði milli sparnaðarbanka og braskbanka. Ekki heldur, að greina þurfi milli viðskipta heima fyrir og erlendis. Þetta er það, sem allar ríkisstjórnir eftir hrunið hafa trassað að laga. Eindregið er stefnt að nýrri kollsteypu í þágu peningagreifa.