Kynjakvótar hala upp karla

Punktar

Konur röðuðu sér í efstu sætin í prófkjörum Vinstri grænna og Framsóknar um helgina. Vegna fléttustefnu njóta þær þessa ekki til fulls. Nokkrir karlar verða halaðir upp til að koma kynjajafnvægi á listana. Það er óheppilegt, því að konurnar sýnast mér vera mun hæfari en karlarnir. Kannski er þörf á kynjakvóta til að vernda stöðu verri hluta mannkyns. En eru það ekki karlar, sem eiga 90% sök á hruni þjóðarinnar? Er ekki einmitt þörf á, að konur taki við keflinu eins og nú er ástatt? Mér sýnist kynjakvóti vera ein af þessum handaflsaðgerðum, sem stundum geta truflað eðlilega framvindu stjórnmálanna.