Kvótinn gerður arðbær

Punktar

Ég efast um, að rétt sé að veiða meiri fisk en vísindamenn á Hafró telja rétt. Skömmtun leiðir til umframeftirspurnar, í henni felst verðgildi auðlindarinnar. Samkvæmt markaðslögmálum ber að opna öllum færi á að bjóða árlega í hlutdeild. Allur kvóti verði leigukvóti, sem leiði til auðlindarentu fyrir þjóðina. Einnig er brýnt að skammta aðganginn að hluta til niður á hafnir. Núverandi samþjöppun fyrirtækja leiðir til eyðingar sjávarplássa, sem verður að stöðva. Loks ætti allur fiskur að fara á uppboðsmarkað. Okkur vantar því 1) uppboð á kvóta, 2) skömmtun kvóta á hafnir 3) uppboð á fiski 4) nýja leið til að minnka brottkast.