Margir álitsgjafar segja nýja kvikmynd Michael Moore frábæra. Hún er sýnd á hátíðinni í Cannes þessa dagana og fjallar um heilbrigðiskerfið í Guðs eigin landi. Lýsingar manna í myndinni eru skelfilegar. Þær minna á, að tugmilljónir manna eru ekki tryggðir fyrir veikindum. Að bandaríska heilbrigðiskerfið er langdýrast í heimi og það lélegasta á Vesturlöndum. Vonandi lætur ný ríkisstjórn Íslands sér ekki detta í hug að einkavæða heilbrigðiskerfið að hætti Bandaríkjanna. Betri fyrirmyndir eru í Frakklandi og á Norðurlöndum, þar sem er bezta heilbrigðiskerfi í heimi.
