Kvígildið kann Newspeak

Punktar

Sigríður Björk Guðjónsdóttir kann Newspeak. Sem lögreglustjóri braut hún lög. Orðar það svo, að hún „var ekki studd viðhlítandi heimild“. Eins og að kalla skattsvik „skattasniðgöngu“. Það er ekki gild afsökun fyrir lögbroti í embætti að segjast ekki hafa þekkt lögin. Telur sig ekki þurfa að segja af sér embætti lögreglustjóra í Reykjavík. Kvígildin þykjast mega brjóta lög, Flokkurinn muni vernda þau. Skelfilegasti ráðherra Flokksins, Hanna Birna Kristjánsdóttir og aðstoðargengið fengu Sigríði til að taka þátt í samsæri, sem fokkaðist upp. Út hröktust ráðherrann og aðstoðarmennirnir, en kvígildið heldur fast í verðlaun Hönnu Birnu.