Kvígildi á hverju strái

Punktar

Gerendur hrunsins voru nær allir harðir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins. Enda var það stefna flokksins, sem skapaði ramma hrunsins, eftirlitslausa og græðgisvædda einkabanka. Bankastjórarnir voru sjálfstæðismenn, ennfremur útrásarvíkingar og aðrir fjárglæframenn, utan Finns og Ólafs. Eftirlitið eða öllu heldur eftirlitsleysið var á vegum sjálfstæðismanna. Embættismenn voru sjálfstæðis, einnig flestir dómarar. Forsætis og fjármála voru sjálfstæðis, seðlabankastjóri og hugmyndafræðingur “græðgi er góð”-stefnunnar voru sjálfstæðismenn. Svo vilja fávísir kjósendur hópum saman endurheimta bófana.