Ár er síðan hófst sigling pírata með himinskautum í skoðanakönnunum. Venjulega hrapa nýflokkar, þegar til kastanna kemur. En að þessu sinni nagar kvíðinn bófa og bjána hefðbundinna stjórnmála. Er þetta undantekningin, hvísla þeir. Píratar nota vísindalegar aðferðir til að afgreiða mál. Þar á meðal er „crowdsourcing“, aðild almennings að öllu málsferli. Þeir hafa komizt að frábærum niðurstöðum í tveimur grundvallatriðum, stjórnarskrá fólksins og þjóðareign auðlinda. Eiga þá enn eftir að taka á erfiðum málum, svo sem velferð og hlutverki ríkisvaldsins í samfélaginu. Til þess hafa þeir hálft annað ár og þurfa því að byrja fljótt.
