Kverktaka-skrímslin

Punktar

Meirihlutinn í Reykjavík hefur sætt réttmætum ákúrum fyrir einstrengings óbeit á einkabílum. Skynsamlegra væri að fara varlegar meðan við vitum ekki, hvers konar farartæki fólk velur sér eftir fimm ár. Er samt minna mál en eindreginn skortur á tilfinningu fyrir listrænum kröfum við þéttingu gamalla hverfa. Skortur á list hefur einkennt hægri og vinstri stjórn á borginni frá síðari heimsstyrjöld. Við sjáum þetta vel á ljósmyndum úr miðbænum fyrir og eftir þann tíma. Áður voru hús tvær mjóar hæðir með bröttu risi. Svo kom Moggaklumpur og Nýja-bíós klumpur eins og utan úr geimnum. Hjá Degi B. Eggertssyni er lárétta línan með flata þakinu að gera miðbæinn að kverktaka-skrímsli.