Kveinstafir á Bláskjá

Punktar

Þegar búið er að byggja hús langt umfram þarfir, verður erfitt að lífga við byggingaiðnað. Þegar búið er að fjárglæfrast langt umfram þarfir, verður erfitt að lífga við fjármálastarfsemi. Það liggur í hlutarins eðli, að lítil von er í sumum atvinnugreinum. Ég sá viðtal á Bláskjá við kaupsýslumann, sem setti í gang enn eina stórverzlun í byggingaðinaði, þegar hrunið varð. Hann varð að hætta rekstri og kveinar sáran. Hversu veruleikafirrtir geta menn orðið? Heildsalar kveinuðu á Bláskjá yfir fjármagnsskorti í grein sinni. Hann er samt bara dæmi um nauðsynlega grisjun í útbelgdri atvinnugrein.