Kvartmilljón á dag

Punktar

Krafa saksóknara er, að Baldur Guðlaugsson sitji inni í 730 daga. Það nemur kvartmilljón á dag. Rýr krafa, miðað við dóma yfir þeim, sem stela bjórkippu eða súpupökkum. Þeir fá nokkurra mánaða fangelsi. Ef þeir hefðu stolið 192 milljónum, mundu þeir sitja inni í þúsund ár. En yfirstétt með hvítan flibba er ekki pupull. Lög og dómar miðast ekki við hvítflibbamenn. Slegið er á putta þeirra, þeim sagt að skila þýfinu og haga sér betur næst. Þetta er hluti af orsök óbeitar margra á svokölluðum lögum og svokölluðum rétti. Lög og réttur komast sjaldnast í snertingu við venjulegt siðferði og réttlæti.