Kvalaþrá kjósenda

Punktar

Hvað eftir annað sýna kannanir, að Íslendingar hafa mestar og auknar áhyggjur af stöðu heilbrigðismála. Síðan koma áhyggjur af spillingu í fjármálum og pólitík, af fá­tækt og fé­lags­leg­um ójöfnuði. Hálf þjóðin deilir þeim áhyggjum. Þetta eru stóru málin okkar, þótt fjölmiðlar birti meira um bús í búðum. Í kosningunum í nóvember lofuðu núverandi stjórnarflokkar öllu fögru og hafa svikið það allt. Kjósendur vissu þetta. En það nægir nægum fjölda, að bófaflokkur lofi himnaríki á jörð og fari svo umsvifalaust að vinna fyrir kvótagreifa. Kjósendur, sem vita betur, láta bófana sína taka sig ósmurt í rassinn, kosningar eftir kosningar.