Kúvenda fram og aftur

Punktar

Slitatillögu Gunnars Braga átti að keyra gegnum alþingi með offorsi. Mótmæli í þjóðfélaginu voru þó langvinn og ollu skyndilegri stefnubreytingu. Ákveðið var, að ekki lægi á. Bófarnir vildu ekki lengur, að tillagan um viðræðuslit gagnvart Evrópusambandinu yrði afgreidd á þessu þingi. Síðbúin ráðgjöf almannatengla og ítrekuð neyðaróp sveitarstjórnamanna ýttu málinu fram yfir kosningar í vor. Í staðinn verður sett upp sumarþing og offorsið tekið þá upp á fullu. Ráðherrar vilja vernda sveitastjórnarmenn sína fyrir ofsareiði almennings. Bófaflokkar eiga auðvelt með kúvenda fram og aftur eftir þörfum.