Krukkur-pakkar-dósir-dunkar

Megrun

Virði stundum fyrir mér fjölda glerskápa í inngangi heilsuræktar, sem ég stunda. Þar er eingöngu á boðstólum ýmis óþverri, einkum próteindrykkir og kolvetnisdrykkir, próteinstengur og fæðubótarefni. Hundamat er haldið að líkamsræktarfólki, líklega af því að það talið undir lélegri meðalgreind Íslendinga. Þekktir þjálfarar í líkamsrækt mæla með slíkum óþverra og selja jafnvel undir eigin merki. Þetta er eins og að fara í dæmigerða heilsubúð. Þar bíða þín tugir lengdarmetra af krukkum og dósum, pökkum og dunkum. Það er eins og fólk ímyndi sér, að góð heilsa sé göldruð upp úr verksmiðjum.