Krossnesmúli

Strandasýsla, Þjóðleiðir

Frá Eyri við Ingólfsfjörð að Krossneslaug í Norðurfirði.

Krossneslaug er í flæðarmálinu, ein þekktasta útisundlaug landsins. Á Eyri eru minjar um síldarsöltun og síldarverksmiðju, sem lögð var niður 1952.

Förum frá Eyri norður með ströndinni út fyrir Miðaftansfjall og Munaðarnesfjall og síðan austur og upp Austurkinn. Förum undir Litlafellshyrnu, niður að Víðinesi, síðan austan við Krossnesmúla suðsuðaustur að Krossneslaug.

14,3 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Seljanesmúli, Brekkuskarð, Tagl.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort