Krossbrún

Frá Kirkjufellsrétt í Haukadal um Krossbrún í Sanddal.

Förum frá Kirkjufellsrétt suður og upp í Krossbrún. Þegar upp er komið, er brúninni fylgt til suðurs Villingadalsmegin. Ofan við drög Villingadals förum við suður og síðan til suðvesturs niður af Sauðfellingamúla í Heydal. Þaðan er leið vestur Reykjadal og önnur suður Sanddal suðaustur í Norðurárdal.

14,2 km
Snæfellsnes-Dalir

Nálægir ferlar: Haukadalsskarð, Tröllháls, Sanddalur.
Nálægar leiðir: Villingadalur, Haukadalsá, Jörfamúli, Illagil.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Glaður, hestamannafélag