Krossárdalur

Frá Kleifum í Gilsfirði um Krossárdal og Bitruháls að Gröf í Bitrufirði.

Gömul og greiðfær póstleið milli Gilsfjarðar í Barðastrandarsýslu og Bitrufjarðar í Strandasýslu. Ef við lítum á Vestfirði sem hausinn á landinu, liggur þessi leið um hálsinn á landinu, hæst í aðeins 220 metra hæð. Á þessari leið eiga engir bílar að geta verið á ferð. Kleifar eru núna í eyði, en voru á 20. öld þekktar fyrir hrossakyn Jóhannesar á Kleifum.

Förum frá Kleifum suður og upp Kleifar hjá Hafurskletti og síðan beint austur um Krossárdal. Um brattan sneiðing austur hjá Gullfossi og Hafursklettum upp í Krossárdal, sem við förum um til Bitrufjarðar. Förum norðan við Krossárvatn og síðan austur og niður Krossárdal á mörkum mýrar og hlíðar. Reiðleiðin fylgir Krossá framhjá eyðibýlunum Skáney, Einfætingsgili og Krossárbakka niður að Gröf í Bitrufirði norðanverðum.

14,1 km
Vestfirðir, Snæfellsnes-Dalir

Nálægir ferlar: Snartartunguheiði, Bitruháls.
Nálægar leiðir: Vatnadalur, Steinadalsheiði.

Skrásetjari: Glaður, hestamannafélag
Heimild: Glaður, hestamannafélag