Króníka drottninga

Punktar

Króníkan var ekki beinlínis fyrir mig. Þar var of mikið af drottningarviðtölum. Ég hafði skakkar væntingar, vonaðist eftir Helgarpóstinum eða Time. Auðvitað má fólk gefa út öðru vísi blöð. En umræðunnar vegna hafði ég gert mér aðrar væntingar. Spáð hafði verið rannsóknum og uppljóstrunum. Of daufur aðalréttur fólst í margorðri úttekt á máli, sem áður var í fjölmiðlum, íslenzkum merkingum á sjóræningjafiski. Ég var löngu áður kominn með upp í háls af drottningarviðtölum. Við þurfum ekki fleiri slíka fjölmiðla. Hannes Smárason var ekki einu sinni spurður um stæði fatlaðra.