Krónan veldur vanda

Punktar

Stundum áður hefur verðbólga hækkað húsnæðislán, en ekki hækkað íbúðaverð á sama tíma. Slíkt gerist jafnan á samdráttartímum, þótt misvægið hafi áður ekki verið eins harðskeytt og eftir bankahrunið. Þetta er frávik frá þeirri reglu, að vísitölubinding lána endurspegli bara rýrnun krónunnar. Þegar frá líður jafnar misvægið sig. Við erum nú á millibilsskeiði, sem veldur fólki vandræðum. Ríkisstjórn og alþingi hafa reynt að milda misvægið og hafa ekki ráð á að gera meira. Bankar kunna að geta gert betur. En Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðir þurfa að halda raungildi útlána sinna við ört rýrnandi krónu.