Krónan fann aldrei botninn

Punktar

Með gjaldeyrishöftum segja Seðlabankinn og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, að krónan sé veikburða. Hún þurfi hækju. Þar sem þeir hafa ekki meiri trú á henni en þetta, hafa aðrir ekki meiri trú á henni. Því er krónan í engum metum og hækkar ekki, þrátt fyrir gjaldeyriseyðslu bankans í kaup á krónum. Ef höftin hefðu ekki komið, hefði krónan fundið sinn botn og síðan lyfzt að nýju. En hún hefur ekki fundið sinn botn og er því enn í limbói. Vitleysu Seðlabankans og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins þarf að linna sem fyrst. Þessir aðilar geta ekki frekar en aðrir blekkt umheiminn með gjaldeyrishöftum.