Krónan á sökina

Punktar

Við búum í samfélagi, sem vill ekki nota alvöru gjaldmiðil, bara krónu. Við slíkar aðstæður þarf annan gjaldmiðil til langs tíma, til dæmis gjaldmiðil skulda. Vísitölubinding skulda var lausn síns tíma, því einhverjir þurfa að fást til að lána. Reyndist upp og ofan. Til dæmis er spurning, hvaða liðir skuli vera í vísitölunni. Á ekki að miða við launavísitölu, því að flestir borga skuldir af launum? Hitt var svo verra, að hrunið setti vísitöluna af sporinu. Spurning er, hvort ekki beri að dreifa hruntjóni jafnt á skuldara og banka. Stjórnvöld hefðu í upphafi átt að taka á slíkum hugleiðingum.