Samhjálp reyndi að halda leyndri svartri skýrslu um stuðningsheimilið að Miklubraut 18. Í fimm mánuði þögðu þessi kristilegu samtök um hneykslið. Þau þegðu enn, ef fjölmiðlar hefðu ekki komizt í málið. Samhjálp vissi um útrunninn og skemmdan mat á heimilinu, en vildi ekki láta borgina vita. Einhverjir starfsmenn velferðarráðs borgarinnar eru viðriðnir skemmda matinn, enda hefur formaður ráðsins varið seinaganginn. Þarna hefur enn og aftur verið notuð kristileg aðkoma að velferð, sem á að vera hjá fagfólki.
