Sumir ofsaríkir missa allt sitt í kreppunni, en aðrir verða enn ofsaríkari en áður. Kreppan grisjar þennan flokk manna. Að svo miklu leyti sem hún snýst um ímyndaða hluti eins og verðbréfagöndla. Að svo miklu leyti sem hún snýst um ímyndað og uppsprengt verðlag fyrirtækja. Sem ríkir menn hafa selt sjálfum sér í tvo eða þrjá hringi. Sumir eiga enn aur og geta keypt slíkar ímyndanir fyrir slikk í von um verðhækkun að ári. Meðan bílar og hús fólks eru ekki hættu, er kreppan innanhússmál hinna gírugu. Þegar sú hætta verður sýnileg, þurfa stjórnvöld að hrista lyklana og loka spilavítinu. Og barnum.