Kreistum bankana

Punktar

Hvorki þessi ríkisstjórn né sú fyrri höfðu kjark til að hemja fáokun bankanna. Þeir haga sér eins og ein einokun og mjólka viðskiptamenn í botn. Samanlagður gróði nam 80 milljörðum á síðasta ári, sömu upphæð og skuldaleiðréttingin. Raunar ættu bankarnir að sjá um þá leiðréttingu, ekki skattgreiðendur. Er svo sem ekki öðruvísi en almennt á vesturlöndum. Bankar hafa vaxið ríkisstjórnum yfir höfuð. Til sögunnar þurfa að koma pólitíkusar, sem taka á bankaskrímslinu. Skattleggja það út og suður og leggja einnig ofurskatta á ofurbónusa bankstera. Þangað til bófarnir biðjast vægðar og hlýða skipunum um samfélagslega ábyrgð.