Aukizt hefur fyrirferð álversins í Straumsvík. Það var í fréttum um langt skeið í haust fyrir nýja og harðskeytta starfsmannastefnu, sem lítur á starfslið sem hverja aðra hilluvöru. Nú er álverið í fréttum fyrir að múta Hafnfirðingum með geisladiskum og aðgöngumiðum á atburði. Tilgangurinn er að fá þá til að kjósa rétt síðar í vetur um stækkun álversins. Vinnubrögð þess líkjast æ meira erlendum álverum, sem fræg eru að endemum fyrir yfirgang og ruddaskap. Stækkun álversins kostar þrjár virkjanir í Þjórsá niðri í byggð og er auðvitað studd af hafnfirzkum stóriðjukrötum.
