Kratar horfa til hægri

Punktar

Eftir prófkjörin er Samfylkingin horfin meira inn í sig en áður var. Með þessu liði mun hún ekki höfða til flokksleysingja. Þeir ráfa flestir um á miðju eða vinstra megin hennar. Hún mun hins vegar höfða til evrópusinnaðra og heiðvirðra Sjálfstæðismanna, sem eru landlausir að sinni. Með Árna Páli sem formanni, bankavininum bezta, er hún til reiðu í stjórnarsamstarf með hinum hrunflokknum, Sjálfstæðisflokknum. Stjórn, sem þjóð með gullfiskaminni á skilið. Stjórn, sem hvorki slær skjaldborg um þá fátæku né um náttúruna. Blair-Brown tegund af stjórn fyrir bankabófa, auðlindagreifa og stóriðju.