Á Vesturlöndum mega krár ekki halda vöku fyrir borgarbúum. Krám er lokað fyrir miðnætti og næturklúbbar hafðir utan íbúðahverfa. Hér vantar þessa flokkun í krár og klúbba. Allar krár hafa opið fram á morgun. Þær eru ekki hljóðheldar, eins og þeim ber að vera. Þar á ofan hafa kráareigendur lagt hald á almenn svæði með því að senda tóbaksfólk út á götu að garga og góla. Kráareigendur bera ábyrgð á útivistarfólkinu, hávaða þess og öðrum hávaða, sem lekur út af krám. Þess vegna er sjálfsagt, að öllum krám verði lokað fyrir miðnætti. En næturklúbba má reka í iðnaðarhverfum og sandgryfjum.