Krákur

Frá Fljótsdrögum um Kráksskarð til Hveravalla.

Tengileið milli Arnarvatnsheiðar og Kjalar. Afskekktasti kafli algengrar hringleiðar kringum Langjökul. Sáralítið farin og alveg ómerkt. Einnig er farið sunnan Kráks um Heiðingjaskarð eða Þröskuld. Svæðið umhverfis Hundavötn heitir Ömrur, enda þykir það ömurlegt og gróðurlaust.

Förum frá Hveravöllum í 650 metra hæð norðvestur um Tjarnardali, yfir Hvannavallakvísl og fyrir framan Dauðsmannsgil að Gónhól. Þar beygjum við til vestnorðvesturs yfir Djöflasand að Brúarfjöllum. Förum þar vestur og síðan norðvestur yfir skarðið sunnan við Hnjúka og síðan til norðurs austan megin við Hundavatn eystra. Norðan vatnsins er Búrfell og við förum sunnan þess í norðvesturátt. Stefnum á Kráksskarð milli Kráks að sunnanverðu og Krákshala að norðanverðu, förum þar í 950 metra hæð. Beygjum síðan til suðvesturs og förum töluvert sunnan Búrfells og Búrfellstjarnar að fjallaskálanum í Fljótsdrögum í 560 metra hæð.

33,7 km
Húnavatnssýslur

Skálar:
Hveravellir: N64 52.013 W19 33.756.
Fljótsdrög: N64 54.884 W20 08.437.

Nálægir ferlar: Fljótsdrög, Bláfell, Guðlaugstungur, Þjófadalir, Stélbrattur.
Nálægar leiðir: Svartárbotnar, Kjalfellsleið.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Ólafur Flosason