Kraftaverkið gerðist

Punktar

Nánast er kraftaverk, að kaupmáttur launa sé aðeins 7,6% lægri núna en hann var í blöðrunni miklu fyrir hrun. Engum hafði dottið slíkt í hug, þegar Geir H. Haarde ákallaði guð almáttugan í sjónvarpinu. Einnig er kraftaverk að atvinnuleysið skuli aðeins vera 6,5% þremur árum eftir hrun. Tölurnar sýna, að atvinnulífið gengur á fullum dampi, þótt það nái ekki hæðum blöðrutímans. Þetta kemur heim og saman við það, sem ég sé í búðinni, þegar fólk gerir innkaup. Það sóar peningum í ótrúlegustu hluti, sem engin þörf er fyrir. Um 90% þjóðarinnar hafa það harla gott og hafa því ekki yfir neinu að kvarta.