Kræklingur og pissustrákur

Ferðir

Einkennistákn Bruxelles er bronsstyttan eftir Hiëronymus Duquesnoy frá 1618 af pissustrák, sem mígur í brunn. Hin 400 ára gamla stytta er falin í Maison du roi við Grand Place, þar sem 600 ára gömul hús tróna í öllu sínu veldi. Á gamla staðnum er kópía af stráknum frá 1965. Út frá torginu liggja matargötur. Borgin er fræg fyrir feita útgáfu af fræga franska eldhúsinu. Þar má rölta dögum saman milli matarhúsa og hvílast þess á milli í súkkulaðibúðum. Mitt uppáhald þarna er kræklingapottur í fornfrægu Aux Armes des Brussels, þríréttað á €40. Flott gisting á €100 fæst á Chez Dominique. Báðir staðirnir eru rétt við Grand Place.