Kotagil

Frá Kotagili í Norðurárdal um Kotabotna og Miðsitjuskarð að Miðsitju í Blönduhlíð.

Þessi leið er ófær hestum. Krækja þarf vel fyrir þvergilin, þegar ofar dregur.

Leiðin er stórfengleg, einkum gilið. Það víkkar, þegar innar dregur og verður rúmlega hálfs kílómetra vítt, þar sem það er víðast. Þetta er hyldjúpur hamradalur, sem líkist engu öðru hér á landi.

Byrjum á þjóðvegi 1 við mynni Kotagils í Norðurárdal. Förum norðnorðvestur um krókóttan botn Kotagils. Síðan áfram norðnorðvestur um Kotabotna upp í Miðsitjuskarð í 1040 metra hæð. Að lokum vestnorðvestur úr skarðinu niður að eyðibýlinu Örlygsstöðum eða að Miðsitju.

15,5 km
Skagafjörður

Ekki fyrir hesta
Mjög bratt

Nálægar leiðir: Grænuvötn, Kattárdalur, Ranghali, Suðurárdalur, Ullarvötn, Vindárdalur

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins