Kosningar breyta litlu

Punktar

Nýja skoðanakönnunin sýnir svipað fylgi og verið hefur síðustu vikur. Framsókn og Sósíalistar ná hvor um sig einum fulltrúa í borgarstjórn. Píratar bæta við sig einum fulltrúa og fá tvo. Aðeins helmingur spurðra gefur upp afstöðu, svo þessar breytingar eru ekki á vísa að róa. Baráttan hefur verið dauf í höfuðborginni og búast má við lélegri kosningasókn. Reikna má með, að fráfarandi meirihluti verði í stórum dráttum áfram við völd, því fáir vilja samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Píratar eru komnir til að vera og Sósíalistar hafa náð fótfestu. Aðrir nýir og nýlegir flokkar fara erindisleysu. Gamli, ljóti fjórflokkurinn heldur enn velli.