Kortlagning krabbameins.

Greinar

Árin 1950-1958 var nokkur stöðugleiki í fjármálum ríkisins, þótt ríkisstjórnir kæmu og færu. Hlutur hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, af þjóðarframleiðslunni nam þá að meðaltali 24%, sem er sáralítió í samanburði við þau 36%, sem hið opinbera hirðir nú.

Síðan kom tímabil viðreisnarstjórnarinnar. Árin 1959-1970 tók hið opinbera 285 þjóðarframleiðslunuar til sinna þarfa, ef frá eru talin kreppuárin 1967-1968,þegar það taldi sig þurfa 32%. Viðreisnarstjórnin má eiga það, að eftir þessi tvö kreppuár tókst henni strax að koma hlutfalli hins opinbera af þjóðarframleiðslunni aftur nióur 28%. En hún ber þó alténd ábyrgð á hækkuninni úr 25% í 28%.

Engum kemur á óvart, aó vinstri stjórnin, sem fylgdi Í kjölfar viðreisnar, skyldi enn auka umsvif hins opinbera, enda málið beinlínis á stefnuskrá stjórnarinnar. Árin 1971-1974 nam hlutur hins opinbera af þjóðarframleiðslunni 32%. Þurfti nú ekki lengur rúman áratug til að ýta þessum tölum upp um hver fjögur stig.

Það skal tekið fram, að allar þessar tölur eru meðaltöl úr töflum frá Jöni Sigurðssyni, forstjóra Þjóðhagsstofnunar.

Hitt kemur svo fremur á óvart, að núverandi ríkisstjórn hefur slegið vinstri stjórninni við í útþenslu ríkisbáknsins. Hún kom hlutfalll hins opinbera af þjóðarframleiðslunni tafarlaust upp í 36%. Árin 1975-1976 einkenndust af þessu háa meðaltali, samkvæmt áætlun Þjóðhagsstofnunar fyrir árið 1975 og spá hennar fyrir árið 1976.

Það er eftirtektarvert, að tímabil 28% hlutdeildar stóð í 12 ár, tímabil 32% hlutdeildar í 4 ár og tímabil 36% hlutdeildar hefur staðið í 2 ár. Einnig er eftirtektarvert, að Ísland er nú komið á þessu sviði upp fyrir lönd eins og Bretland, Frakkland og Vestur-Þýzkaland, sem öll hafa gífurleg útgjöld til landvarna innifalin í prósentutölum sínum.

Þegar hið opinbera eykur hlutfallslega sneið sína af þjóóarframleiðslunni, hlýtur hlutfallsleg sneið einkaneyzlu almennings og fjárfestingar atvinnuveganna að minnka. Og það er einmitt hin öra og sífellt hraðari útþensla ríkisbáknsins, sem veldur því, að almenningur getur ekki lifað af launum sínum, þótt fyrirtækin séu á hausnum.

Fyrir kjósendur og skattgreiðendur er lærdómsríkt að sjá, að enginn munur er á stjórnmálaflokkunum í þessu erni. Stefnuskrár og aðrar yfirlýsingar eru einskis virði, þegar hið heilaga ríkisbákn er annars vegar. Það hefur svo hraðað þróuninni, að í röð hafa verið við völd tveir gersamlega óhæfir fljármálaráðherrar.

Ísland er harðbýlt land, og Íslendingar eiga lítið af þeim stórvirka iðnaði, sem heldur uppi lífskjörum nágrannaþjóðanna. Þess vegna höfum við ekki efni á að hafa ríkisvald í mynd krabbameins. Við verðum að draga saman seglin í ríkisrekstri og ríkisframkvæmdum. Þannig verðum við að finna leið til að halda hér sambærilegum lífskjörum og öryggi í atvinnurekstri og gilda í þeim löndum, sem þjóðin mundi annars flýja til.

Jónas Kristjánsson

Dagblaðið