Konur sigra flagara

Punktar

Konur munu bera sigur af hólmi í stríði þeirra gegn kynferðislegri áreitni. Þar með munu eflast líkur þeirra á stöðuhækkunum, er óviðkomandi atriði trufla síður metorðastigann. Í upphafi stríðsins kom í ljós, að margar konur og margir karlar voru ekki sammála um, hver væru mörk daðurs og kynferðislegrar áreitni. Nú verða flagarar að sætta sig við hin nýju mörk, er konur hafa ákveðið því sem næst einar. Þetta er hið bezta mál eins og önnur kvennamál, sem hafa leitt til betri jafnstöðu kynja. Hún er raunar betri hér en víðast annars staðar, svo sem sjá má í aðild kvenna að stjórnmálum. Enn þarf að taka harðar á mismunun karla- og kvennastétta.