Konan og karlinn

Ferðir, Veitingar

Á suðurleið minni í vikunni heimsótti ég tvö dæmi um farsæla ferðaþjónustu. Hef séð sömu formúlu víðar. Aðkomufólk flytur í pláss, konan er fyrirmyndar vert og kokkur, karlinn er handlaginn. Þau kaupa sér stórt og gamalt hús fyrir lítinn pening. Hann innréttar og hún sér um gestina. Á persónumiðlum spyrst fréttin og viðskipti bólgna. Á Blönduósi opnaði Yolanda hótel Kiljuna, fyrst í einu húsi og síðan öðru. Nú er verið að innrétta það þriðja. Pólskt framtak hleypir lífi í þreytt þorp við nyrzta haf. Svo kom ég í Borgarnes, hvar Svava Víglundsdóttir frá Vopnafirði klófesti gamla sýslumannskontórinn, setti upp Blómasetrið, síðan Kaffi Kyrrð og loks samnefnt hótel. Rífandi gangur eins og á Blönduósi.