Kominn í eldhafið

Punktar

Kominn í mitt eldhaf Ögmundar Jónassonar. Á götum Berlínar umgengst ég fólk, sem þjóðrembingurinn segir vanta lífsrými á Íslandi. Bíð eftir, að mér verði boðið eldvatn og glerperlur, samkvæmt orðum lýðskrumarans. Hér er ódýrara að vera en í öðrum heimsborgum, París, London og New York. Þjóðverjar láta ekki bjóða sér neitt okur. Þarf að skipta miðborginni í hverfi, eitt fyrir hvern vikudag heimsóknarinnar. Öðrum þræði er ég að rifja upp hálfrar aldar minni frá háskólaárum mínum hér í borg. Næst er að borða baunasúpu á Aschinger með ótakmörkuðu brauði, þá á 50 pfenninga, nú á 5 evrur. Siðfágað alvöruríki.