Komin á endastöð

Punktar

Stjórnarflokkarnir eru klofnir í afstöðu til haustkosninga. Leiðtogarnir segja ekkert hafa komi upp, sem hindri þær. Þeim fylgir þorri þingmanna Sjálfstæðis og minnihluti þingmanna Framsóknar. Sigmundur Davíð er kominn á stjá og hefur tekið forustu fyrir þeim, sem hafna haustkosningum. Staða hans er veik, einkum í kjördæmi hans sjálfs. Pólitískt er hann dauður af öðrum ástæðum. Með Sigmundi á þessum væng er marklaust dót í þingflokki Framsóknar svo og Moggi og ýlfrandi hægrið í vefmiðlum. Útkoman er eins og Katrín Jakobsdóttir segir: „Best væri að rík­is­stjórnin við­ur­kenndi það, sem allir sjá: Hún er komin á endastöð.“