Kolvetnisástin

Punktar

Caroline Overington skrifar í Sidney Herald í Ástralíu um sífellt áleitnari kenningar gegn kolvetnisást manneldisstofnana á Vesturlöndum. Offita hefur orðið að faraldri síðan manneldisstofnanir lögðu fram núgildandi manneldismarkmið lítillar fitu og mikils kolvetnis, sem gerir fólk svangt. Einnig verða sífellt vinsælli kenningar um, að verksmiðjukeðjur í matvælaiðnaði auki sykur og síróp í matvælum til að gera þau ódýrari og til að fólk verði fyrr svangt á nýjan leik. Hornsteinn hins hrikalega offituvandamáls endurspeglast í orðum seinheppins íslenzks næringarfræðings: “Sykur er ódýr orkugjafi”.