Kolbeinsárnes

Strandasýsla, Þjóðleiðir

Frá þjóðvegi 60 sunnan Kolbeinsár hringleið um Kolbeinsárnes.

Fjölbreytt landslag er á Kolbeinsárnesi, klettabelti og borgir til landsins, vogskorin strönd með skerjum og eyjum. Fuglalíf er mikið og fjölskrúðugt. Tóftir verstöðvar eru austan á nesinu. Byrjum á þjóðvegi 60 sunnan Kolbeinsár við slóða, sem liggur út á Kolbeinsnes.

Um leiðina segir á Vestfjarðavefnum: “Gengið er frá hliði við veginn, nokkuð suður frá bænum Kolbeinsá. Þaðan er götutroðningi fylgt niður í nærliggjandi víkur. Úr síðustu víkinni er stefnan tekin á Tjarnarborgir sem eru nyrst á nesinu. Frá þeim er haldið að þeirri vík sem næst liggur í suðaustur og er þá bráðlega komið í Búðarvog, litlu sunnar. Þaðan er farið suður yfir í næstu vík og strandlengjunni að mestu leyti fylgt í Selvík á sunnanverðu Kolbeinsárnesi. Gengið er upp úr Selvík og komið á þjóðveginn aftur og þá er ekki löng ganga eftir veginum að hliðinu, þaðan sem lagt var upp í gönguferðina.”

6,1 km
Vestfirðir

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort