Kokkur fattar sérþarfir

Punktar

Fáir kokkar á veitingahúsum fatta, að kúnninn hefur alltaf rétt fyrir sér. Nota staðlaða eldamennsku, sem hentar ekki sérþörfum. Sennilega er fjórðungur fólks með sérþarfir í mataræði vegna ofnæmis, óþols eða bara sérvizku. Kokkar í Bandaríkjunum hafa lengi fattað þetta og láta sér ekki bregða. Hér þarf stundum meiri háttar uppistand til fá sérþörfum framgengt. Þekktasta undantekningin er Friðrik V við Laugaveg. Fólk, sem pantar, er strax spurt um sérþarfir. Ekkert kemur Friðrik Val Karlssyni á óvart. Hann veit líka, að kúnninn hefur alltaf rétt fyrir sér. Enda rekur hann eitt af þremur beztu veitingahúsum landsins.