Klippt og límt

Punktar

Lítill munur er á loforðum flokka. Sjálfstæðis telur sig bara þurfa að lofa öldruðum og öryrkjum því sama og fyrir þremur árum og svikið var. Þá lofaði hann því strax, en nú dugar að lofa því 2018. Ekki strax, heldur þegar vinstri stjórn er komin. Metingur er um, hver hafi fyrst lofað hverju. Samfylkingin kvartar um, að Píratar klippi og lími hennar loforð. Björt framtíð kvartar um, að Viðreisn klippi og lími hennar loforð. Viðreisn segist elska Pírata. Allir þessir virðast þannig vera á sama loforðabletti. Skiptir litlu, því loforð eru verðlítil. Hjá Sjálfstæðis og Framsókn reyndust þau vera með öllu verðlaus.