Kleinan er hálftími

Megrun

Þótt hreyfing sé nauðsynleg, er hún engan veginn fullnægjandi. Ekki er hægt að ná af sér offitu með hreyfingu einni. Sértu á skíðagönguvél í hálftíma, nærðu af þér sem svarar einni kleinu, kannski 300 kaloríum. Eða hálfu öðru laufabrauði, 300 kaloríum. Tertusneiðin í fjölskylduboðinu er líklega mun þyngri. Þú nærð ekki af þér öllum jólasyndum í ræktinni. Þyrftir þá að vera á slíkri vél eða á þrekhjóli eða göngubretti lungann úr deginum. Gerðu ekki ráð fyrir að leysa meira en fjórðung ofþyngdar með hreyfingu. Hinir þrír fjórðu hlutar batans verða að koma frá breyttu mataræði og nýjum lífsstíl.