Kleifaheiði

Frá Ósafirði í Patreksfjarðarbotni upp á Kleifaheiði.

Gamla reiðleiðin lá víða vestan núverandi þjóðvegar, um Hjallendalág.

Gamli reiðvegurinn á heiðina var erfiður yfirferðar, lá upp með Bárðargili tæpa og grýtta götu og um Kleifar vestan í háheiðinni og síðan ofan við núverandi veg um Hjallaendalág. Þar varð landpósturinn Þorsteinn Kristján Þorsteinsson úti í desember 1954. Reiðleiðin er samhliða veginum, vel merkt. Frá heiðinni er stórkostlegt útsýni. Við veginn er hlaðin varða í mannslíki með gat í nefi og sveðju í hendi. Reist af vegagerðarmönnum árið 1947 og segir sagan að fyrirmyndin hafi verið Hákon Kristófersson í Haga. Sveðjan vísar jafnframt að götunni eins og oft er með vörður á Vestfjörðum. Úr þeim standa armar, sem visa á veginn.

Förum frá Ósafirði austur á Kleifaheiði fyrir norðan þjóðveginn og sunnan og vestan Bárðargils. Beygjum þvert í suður, yfir horn á þjóðveginum og upp á heiðina vestan við Kleifar, að þjóðvegi 62 á Kleifaheiði. Hún liggur að Haukabergsvaðli á Barðaströnd.

3,7 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Botnaheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort