Kjötvinnslan er röng

Veitingar

IMG_0070

Íslenzka lambakjötið er ekki bezt í heimi. Betra er lambakjöt landanna við Miðjarðarhafið, svo sem á Spáni, í Marokkó og Tyrklandi. Fékkst enn staðfest á Imbat og Aloran í Miklagarði í gær. Munurinn felst held ég í færibanda-hraðverkun sláturhúsanna á Íslandi. Hún gerir kjötið grautarlegt, einkum við ofeldun. Lækkun tilkostnaðar kemur niður á gæðunum. Enda öllu miðstýrt af stofnunum, sem halda utan um vinnslu búvöru. Ísland er aftarlega á merinni í flestri búvöru. Lífræn ræktun er til dæmis ekki teljandi, vegna andstöðu Bændasamtakanna. Þau hamast gegn vottun þriðja aðila, sem þau fá ekki stýrt.