Kjósendum að kenna

Punktar

Fyrir opnum tjöldum lofuðu ríkisstjórnarflokkarnir kjósendum gulli og grænum skógum. Í kyrrþey undirbjuggu þeir einkarétt eigenda sinna, auðgreifanna, á þjóðarauðlindum. Eftir kosningar fór tíminn fyrstu misserin í að púkka undir kvótagreifa og aðra auðgreifa. Þegar röðin kom að loforðunum, var ekki eftir neinn peningur. Þannig fer, þegar örvita kjósendur láta siðblinda bófa komast að kjötkötlunum. Allt, sem aflaga hefur farið á kjörtímabilinu, er beinlínis kjósendum að kenna. Ef menn trúa stjarnfræðilegum loforðum, fá þeir útkomuna, sem þeir eiga skilið. Fá ekki lýðræði, heldur gerræði, þjófræði og auðræði.