Kjósendapróf

Punktar

Guðrún Ögmundsdóttir féll í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Enda vissi hún, hvað framboð sitt hafði kostað og sagði, hver hafði borgað það. Kjósendur vilja alls ekki slíkan frambjóðanda. Þeir völdu fremur fólk, sem veit hvorki, hvað það eyddi miklu fé, né hver borgaði það. Kjósendur sætta sig við þingmenn, sem verja stórfé í kosningar án þess að vilja deila með öðrum, hvaðan peningarnir komu. Enda er þægilegt að gleyma slíku, þegar kemur að því að flytja mál og greiða atkvæði, sem varða hagsmuni stórfiska úti í bæ. Kjósendur falla jafnan á prófum.