Kjörorðin eru gamalkunn

Punktar

Skemmtilegast úti að aka í hruninu er Frjálshyggjufélagið. Aðalfundur þess um daginn fagnaði andláti nýfrjálshyggju. Skilgreindi hana sem ríkisrekna frjálshyggju. Samt voru krosseignar- og útrásarvíkingar ekki ríkisreknir og ekki heldur einkavæddir bankar. Eini ríkisþáttur hrunsins var eftirlitsleysi Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins, sem störfuðu í anda hefðbundinnar frjálshyggju. Kjörorðín voru frjálshyggjunnar: Light-touch, laissez-faire og hands-off. Ef eitt atriði er orsök hrunsins, er það einmitt hin hefðbundna frjálshyggja Hannesar Hólmsteins og Davíðs, Geirs og Ingibjargar Sólrúnar.