Kjarnorkulekinn

Punktar

Norðurhöfum er vandi á höndum af völdum rússneskra atómskipa, kafbáta og ísbrjóta, sem grotna í Barentshafi. Þar er notuðu eldsneyti er fleygt í sjóinn. Allt líf er horfið úr Andreeva-flóa af völdum kjarnorkunnar. Aldrei mun nokkur fiskur synda þar. Með tímanum með lekinn aukast. Þetta er þekktur vandi, sem kostar fjóra milljarða dollara að leysa. Slíkir peningar eru ekki til í Rússlandi, þar sem auðmenn hafa stolið öllu steini léttara. Þetta er gott dæmi um, að oft ráðast menn í verk, sem hafa ófyrirsjáanleg langtímaáhrif og ólæknanlegan skaða, samanber Kárahnjúka.