Kjaransvíkurskarð

Frá Hesteyri í Hesteyrarfirði um Kjaransvíkurskarð til Kjaransvíkur.

Vörðuð leið um skarðið, með mikilúðlegu útsýni til norðurs. Leiðin er seinfarnari en leiðin um Hesteyrarbrúnir og sæta þarf sjávarföllum á leiðinni. Á Stekkeyri eru leifar hvalveiðistöðvar.

Förum frá Hesteyri norðaustur með Hesteyrarfirði um Stekkeyri og undir fjallinu Ófæru. Síðan norðaustur meðfram Hesteyrarfjarðará að vestanverðu upp brattar Andbrekkur. Þar mætum við slóð um Hesteyrarbrúnir og úr Fljóti. Við förum norðaustur í Kjaransvíkurskarð í 430 metra hæð. Síðan norður Jökladali niður að eyðibýlinu í Kjaransvík.

12,2 km
Vestfirðir

Skálar:
Hlöðuvík: N66 24.860 W22 40.520.

Nálægar leiðir: Hesteyrarbrún, Háaheiði, Hesteyrarskarð, Almenningar, Skálarkambur, Hraunkötludalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort