Kirkjuþing var teboð

Punktar

Látum vera, þótt biskupinn blessi byssurnar á Kirkjuþingi. Slíkt hefur lengi tíðkast í kirkjubransanum. En fáránlegt var að reyna að ljúga, að undirheimar séu að færa sig upp á  skaftið. Tölur sýna, að hefðbundið ofbeldi snarminnkar hér sem annars staðar í Evrópu. Eina bölið, sem eykst, er afbrotið að ofan, lygar og hræsni valdafólks, svo sem biskups og aðalgests kirkjuþings. Afbrot yfirstéttarinnar draga þjóðina til heljar, núna með hjálp biskups. Raðlygari valdhafanna vældi á þinginu yfir að fá ekki að síljúga í friði fyrir viðeigandi gagnrýni. Aðild þjóðkirkjunnar að teboðinu í Hörpu var þá ekki tilviljun, svei.