Kirkjuferja

Frá athafnasvæði Eldhesta á Völlum austur um Ölfus að þjóðvegi 35 sunnan Ingólfsfjalls.

Hestamann, sem koma í sleppitúrum niður Kamba frá Reykjavíkursvæðinu, fara oft þessa leið austur Ölfus að Ingófsfjalli og síðan áfram yfir Sogsbrú í Grímsnes eða yfir Ölfusárbrú í Flóann. Áður var farið norðan Ingólfsfjalls og um vað á Álftavatni, svonefnd Álftavatnsleið. Hún var farin á söguöld og allar aldir síðan.

Byrjum hjá Eldhestum á Völlum í Ölfusi. Förum suður reiðslóð og beygjum síðan þvert í austur að afleggjara að Auðsholtshjáleigu. Förum suður þann afleggjara rúmlega hálfan kílólmetra og beygjum þar austur af honum að Árnhóli. Síðan suður afleggjara að Kirkjuferju og þaðan beygjum við austur leið að Árbæjarvegi. Þaðan förum við eftir þeim vegi að þjóðvegi 1 við Ölfusárbrú við Selfoss. Eða til norðurs fyrir austan Þórustaði að Ingólfsfjalli. Og loks gamla veginn undir fjallinu að þjóðvegi 35, sem liggur að Sogsbrú og Grímsnesi.

16,2 km
Árnessýsla

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Kortavefur LH